YuMOVE® ADVANCE 360 MAX STRENGTH fyrir ketti
Liðbætiefni fyrir ketti. Ein pakkning inniheldur 60 opnanleg hylki sem innihalda bragðgott duft.
Hvert hylki inniheldur: 150 mg glúkósamín HCL, 145 mg af nýsjálenskum kræklingi (sem inniheldur náttúrulegt chondroitin), 72 mg fiskiolíuþykkni, 12 mg N Acetyl – D- glúkósamín, 2.4 mg E vít., 1.75 mg mangan og 1.2 mg hýalúrónsýra.
YuMOVE® ADVANCE 360 MS fyrir ketti inniheldur m.a. hátt hlutfall þriggja omega-3 fitusýra EPA/ DHA/ ETA sem eru fengnar úr nýsjálenskum kræklingi eða “green-lipped mussel“ (carna pernaliculus). Einnig gefur kræklingurinn lífvirk efni eins og peptíð, lípíð, glýkósamínóglýkan (GAG) og vítamín. Hátt hlutfall ETA eða eicosatetranoic acid gerir það að verkum að bætiefnið er bólgueyðandi og verkjastillandi.
YuMOVE ADVANCE 360 MAX STRENGTH fyrir ketti inniheldur hvorki fosfór né viðbætt C vítamín. Viðbætt fosfór getur valdið álagi á nýru katta, sérstaklega hjá eldri köttum. C vítamínbætt fóður og bætiefni fyrir ketti getur ýtt undir myndun þvagsteina sérstaklega hjá eldri köttum.
YuMOVE ADVANCE 360 MAX STRENGTH fyrir ketti er öflugt bætiefni fyrir liði katta sem fæst einungis hjá dýralæknum.
9 af 10 viðskiptavinum fannst auðvelt að gefa YuMOVE ADVANCE 360 Max Strength fyrir ketti. Það er einfalt að opna hylkin og sáldra bragðgóða duftinu yfir kattamatinn.
Vnr. 19021508




