EquiChek™

Hvað er EquiChek?

EquiChek er einfalt próf sem hægt er að framkvæma í hesthúsinu. Það veitir dýralæknum tækifæri til þess að prófa fyrir bólgum og sýkingum þar sem það skiptir mestu máli, við hlið hestsins. Blóðið er greint á staðnum og því þarf ekki að senda sýni á rannsóknastofu. Í tveimur einföldum skrefum getur þú sagt til um hvort hesturinn sé með bólgur.

Hvað mælir EquiChek?

EquiChek prófið mælir prótín sem kallast Serum Amyloid A (SAA) sem finnst í blóði. Í heilbrigðum hesti er magn SAA jafnan lítið, en það eykst til muna þegar hesturinn glímir við bólgur, sýkingar eða vöðvaskaða. Í mörgum tilfellum eru engin merkjanleg einkenni til staðar, en vandamálið getur þó verið að aukast undir niðri eða verið það sem kallast forklínískt, en það er þegar að einkenni eru það væg að þau greinast ekki við klíníska skoðun. Magn SAA í blóði eykst þegar vandamál er til staðar en minnkar snarlega þegar bata er náð. EquiChek getur þannig sagt til um hvort bólgunum sé haldið í skefjum. Ef hestinum eru gefin sýklalyf sem virka hjálpar EquiChek dýralækninum að fylgjast með bataferlinu.

Hvar nota má EquiChek?

 • EquiChek má nota hvar sem er, úti við eða í hesthúsi
 • Engin þörf á rannsóknastofu
 • Ekki þarf að þynna eða vinna blóðsýnið, setjið það beint á prófið
 • Hvort sem þú ert í hesthúsinu, í reiðtúr eða hefur flutt hestinn langar leiðir, þá er auðvelt að hafa EquiChek með í för

Hvenær á að nota EquiChek?

 • Við reglubundna heilsufarsskoðun
 • Þegar grunur leikur á sýkingu
 • Til þess að fylgjast með virkni meðferðar
 • Til þess að fylgjast með ræktunarhryssum og koma í veg fyrir að sýkingar hafi áhrif á möguleika á lifandi afkvæmum
 • Þegar grunur leikur á að eitthvað ami að hestinum en þú ert ekki viss

Hvers vegna EquiChek?

 • Þar sem að einkenni eru ótraustur mælikvarði á hreysti ættu dýralæknar að prófa hesta með reglubundnum hætti
 • EquiChek™ SAA prófið er auðvelt í notkun og á viðráðanlegu verði, fyrir vikið er reglubundinn athugun á öllum hestum raunhæfur möguleiki til að greina bólgur og sýkingar á frumstigi
 • EquiChek™ SAA er mikilvægur hluti af heilsufarsskoðun hesta hjá öllum dýralæknum

Hvernig nota á EquiChek™

EquiChek er próf sem dýralæknar geta notað á staðnum og er einfalt í notkun. Prófið er þrjú einföld skref eftir að það er opnað og má sjá niðurstöður innan 10 mínútna. Eftir að sýni er prófað má jafnvel sjá niðurstöður eftir 2-3 mínútur.

Smelltu til þess að sjá í rauntíma hvernig framkvæma á EquiChek próf


Taktu prófstautinn úr álpokanum áður en prófið er framkvæmt. Ekki opna pokann fyrr en rétt áður en þú kemur sýninu fyrir.


1. Skref: Fjarlægið lok af blóðsýni og setjið sýnisstjakann í. Rétt látið stjakann snerta yfirborð blóðsýnis. SÖKKVIÐ STJAKA EKKI Í BLÓÐSÝNIÐ. KREISTIÐ EKKI sýnistjakann, blóðið dregst sjálfkrafa upp að svörtu línunni.


2. Skref: Bætið sýni í sýnisrauf á prófstautnum. Látið stjakann snerta sýnisraufina og kreistið varlega svo blóðið flæði í sýnisraufina.


3. Skref: Bætið 3 dropum af vökva úr dropaflöskunni við blóðsýnið á prófinu.


Mælt er með að bíða í 10 mínútur áður en niðurstöðurnar eru lesnar. Ef SAA magn í blóði hestins er eðlilegt má jafnan sjá niðurstöður eftir 2-3 mínútur, þá birtast 4 sýnilegar línur.

Það sem þú munt sjá


EÐLILEGT:
4 greinilega sjáanlegar línur. Engar virkar eða marktækar bólgur.


VÆGAR BÓLGUR:
3 sjáanlegar línur, sú fjórða dauf eða ekki merkjanleg.


VÆGAR EÐA MIÐLUNGS BÓLGUR:
2 sjáanlegar línur (ein mælilína og ein viðmiðunarlína). Styrkur mælilínunnar veltur á hversu miklar bólgurnar eru.


VERULEGAR KLÍNISKAR BÓLGUR:
Einungis ein lína sjáanleg.


ÓGILT PRÓF:
Engar sjáanlegar línur. Gæti verið vegna þess að ekki voru settir a.m.k. 2 dropar af blóði í sýnisraufina, eða að prófstauturinn hefur verið oflengi í snertingu við andrúmsloft áður en próf var framkvæmt. Hafið samband við birgi.